Stofnun fimleikadeildar KA - samruni FIMAK

Málsnúmer 2019060211

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Erindi dagsett 11. júní 2019 frá Ingvari Gíslasyni formanni KA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar og ÍBA til að ljúka viðræðum með það að markmiði að haustdagskrá fimleika á Akureyri verði undir merkjum Fimleikadeildar KA frá 1. ágúst 2019.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra íþróttamála að uppfæra samning Akureyrarbæjar og FIMAK er tekur á skuld FIMAK við Akureyrarbæ.

Frístundaráð - 59. fundur - 14.08.2019

Ívar Örn Björnsson formaður FIMAK, Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastóri FIMAK og Inga Stella Pétursdóttir, gjaldkeri FIMAK mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu sameiningarviðræðna á milli FIMAK og KA.
Frístundaráð þakkar fulltrúum FIMAK fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar. Frístundaráð óskar eftir því að fimleikafélagið vinni málið hratt og faglega og haldi ráðinu upplýstu um framgang málsins.