Lagt fram erindi Péturs Ólafssonar dagsett 4. júní 2019, f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, þar sem tilkynnt er til Akureyrarbæjar fyrirhuguð allt að 49.000 rúmmetra efnistaka af hafsbotni við Glerárós en framkvæmdin fellur undir lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar og Fiskistofu.
Lagður fram töluvpóstur frá Skipulagsstofnun, dagsettur 25. júní 2019, þar sem fram kemur að stofnunin telji að fyrirhuguð efnistaka við Glerárós kalli á breytingu á aðalskipulagi.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að láta útbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við það.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir efnistöku við Glerárósa. Er tillagan unnin til samræmis við erindi Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, um allt að 49.900 rúmmetra efnistöku af hafsbotni við Glerárós, framkvæmd sem er tilkynningarskyld skv. lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Fyrir liggur umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands dagsett 10. júlí 2019 þar sem fram kemur að ekki er talið að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar og Fiskistofu í byrjun júlí en þær umsagnir hafa enn ekki borist.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2019:
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir efnistöku við Glerárósa. Er tillagan unnin til samræmis við erindi Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, um allt að 49.900 rúmmetra efnistöku af hafsbotni við Glerárós, framkvæmd sem er tilkynningarskyld skv. lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Fyrir liggur umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands dagsett 10. júlí 2019 þar sem fram kemur að ekki er talið að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar og Fiskistofu í byrjun júlí en þær umsagnir hafa enn ekki borist.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.