Öryrkjabandalag Íslands - aðgengi að salernum fyrir fatlað fólk á Akureyri

Málsnúmer 2019060050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3642. fundur - 13.06.2019

Erindi dagsett 3. júní 2019 frá Stefáni Vilbergssyni fyrir hönd ÖBÍ, þar sem bæjarstjórn Akureyrarbæjar er hvött til að taka upp erindi Gunnars Magnússonar um salernisþjónustu við Hafnarstræti, dagsett 30. apríl 2019, að nýju og fela notendaráði Akureyrarbæjar að veita álit á stöðu salernismála.
Bæjarráð hafnar ósk Öryrkjabandalagsins um endurupptöku á beiðni Gunnars Magnússonar um styrk til að setja upp almenningssalerni. Jafnframt óskar bæjarráð eftir mati samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á aðgengi fatlaðs fólks að almenningssalernum í miðbæ Akureyrar.