Lögð fyrir fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Ólafur Stefánsson slökkvistjóri sat fundinn undir þessum lið undir málaflokki 107 Brunamál og almannavarnir.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 í málaflokkum 106 Leik- og sparkvellir, 107 Brunamál og almannavarnir, 108 Hreinlætismál, 110 Umferðar- og samgöngumál , 111 Umhverfismál, 113 Atvinnumál, 131 Fasteignir Akureyrarbæjar, 147 Bifreiðastæðasjóður Akureyrar og 143 Félagslegar íbúðir þó með þeim fyrirvörum að fyrirséð er að fjármagn vantar í málaflokk 110 vegna stækkunar á gatnakerfi í rekstri. Einnig er ljóst að fjármagn í snjómokstur er of lágt áætlað sé horft til kostnaðar síðustu 5 ára og telur ráðið að hækka þurfi rammann vegna þessa. Síðan eru málefni innan 106, 108 og 111 sem ráðið telur að æskilegt sé að fara í sem ekki eru á áætlun.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs frestar afgreiðslu á 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar.
Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.
Lögð fyrir fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs og einnig kynnt drög að nýframkvæmdaáætlun fyrir árið 2020.
Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið undir málaflokkum 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 í málaflokkum 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.