Gámaþjónustan - umgengni 2019 - aðgerðaráætlun

Málsnúmer 2019060035

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Kynnt aðgerðaráætlun Gámaþjónustu Norðurlands sem miðar að bættri umgengni og ásýnd á lóð fyrirtækisins á Hlíðarvöllum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að Gámaþjónustan hrindi aðgerðaráætlun í framkvæmd og klári fyrir lok ágúst 2019. Einnig er farið fram á að fyrirtækið starfi í samræmi við verksamning, skipulag og starfsleyfi. Staðan verður endurmetin í ágúst 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 67. fundur - 01.11.2019

Farið yfir stöðuna á endurbótum á gámasvæði Terra.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á verkferlum en áréttar að hraðað verði byggingu á skýli meðfram Hlíðarfjallsvegi.