Hundahald í Grímsey

Málsnúmer 2019060010

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Tekin fyrir ósk um tímabundna undanþágu frá hundabanni í Grímsey frá 5. júní til 23. júní 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð synjar undanþágunni fyrir sitt leyti á þeim forsendum að á tímabilinu sem óskað er eftir er mikill varptími í Grímsey. Ráðið leggur til að reglur um bann við hundahaldi verði teknar upp á almennum íbúafundi og málið rætt á þeim vettvangi.