Lögð fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar arkitekts dagsett 24. maí 2019, f.h. Festi hf., kt. 540206-2010, um hvort að heimilt verði að koma fyrir allt að 10 hótelíbúðum á 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 18 fyrir skammtímaleigu. Áfram yrði gert ráð fyrir verslun á jarðhæð.
Að mati skipulagsráðs samræmist fyrirhuguð notkun aðalskipulagi svæðisins og samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, fyrirspurn G. Odds Víðissonar arkitekts dagsett 24. maí 2019, f.h. Festi hf., kt. 540206-2010, um hvort heimilt verði að koma fyrir allt að 10 hótelíbúðum á 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 18 fyrir skammtímaleigu. Áfram yrði gert ráð fyrir verslun á jarðhæð. Var fyrirspurnin grenndarkynnt með bréfi dagsettu 5. júní 2019 með fresti til 4. júlí 2019 til að gera athugasemdir.
Skipulagsráð samþykkir að heimila breytingu á 2. og. 3. hæð Tryggvabrautar í allt að 10 hótelíbúðir og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa.