Tryggvabraut 18 - fyrirspurn um breytta notkun á 2. og 3. hæð

Málsnúmer 2019050538

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Lögð fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar arkitekts dagsett 24. maí 2019, f.h. Festi hf., kt. 540206-2010, um hvort að heimilt verði að koma fyrir allt að 10 hótelíbúðum á 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 18 fyrir skammtímaleigu. Áfram yrði gert ráð fyrir verslun á jarðhæð.
Að mati skipulagsráðs samræmist fyrirhuguð notkun aðalskipulagi svæðisins og samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, fyrirspurn G. Odds Víðissonar arkitekts dagsett 24. maí 2019, f.h. Festi hf., kt. 540206-2010, um hvort heimilt verði að koma fyrir allt að 10 hótelíbúðum á 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 18 fyrir skammtímaleigu. Áfram yrði gert ráð fyrir verslun á jarðhæð. Var fyrirspurnin grenndarkynnt með bréfi dagsettu 5. júní 2019 með fresti til 4. júlí 2019 til að gera athugasemdir.
Skipulagsráð samþykkir að heimila breytingu á 2. og. 3. hæð Tryggvabrautar í allt að 10 hótelíbúðir og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa.