Lagt fram minnisblað Teiknistofu Arkitekta dagsett 8. maí 2019 þar sem gerð er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis. Er meðal annars gerð tillaga um að sameina lóðir og byggingarreit Kjarnagötu 61 og Halldóruhaga 1 og að á reit sem afmarkast af Halldóruhaga, Kristjánshaga, Jóninnuhaga og Kjarnagötu verði lóðum fækkað úr 4 í 2 og gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúða fari úr 32 í 36. Þá er einnig gert ráð fyrir að hámarks húsdýpt verði 10 m þó svo að byggingarreitir séu 12 m.
Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að grenndarkynna hana.