Norðurgata 36, mhl.02 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks

Málsnúmer 2019050531

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 725. fundur - 29.05.2019

Erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Sveinn Óskar Sigurðsson fyrir hönd Amicus ehf., kt. 500402-3260, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks á geymslu/garðhúsi á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 317. fundur - 12.06.2019

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs á erindi sem dagsett er 23. maí 2019 þar sem Sveinn Óskar Sigurðsson fyrir hönd Amicus ehf., kt. 500402-3260, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks á geymslu/garðhúsi á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við hækkun þaksins og felur skipulagssviði að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynninu erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Sveinn Óskar Sigurðsson fyrir hönd Amicus ehf., kt. 500402-3260, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks á geymslu/garðhúsi á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Ein athugasemd barst frá eiganda Ránargötu 9.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja nákvæmari upplýsingar um framkvæmdina auk þess sem fyrir þarf að liggja samþykki frá eigendum aðliggjandi húsa á frágangi milli húsanna þar sem þau eru sambyggð.