Gangstígum verði skipt í tvennt fyrir hjólaumferð og gangandi vegfarendur

Málsnúmer 2019050453

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. maí 2019 vísað 10. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsettri 16. maí 2019 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Bæjarbúi kom í viðtalstíma. Hann óskar eftir því að gangstígum verði skipt í tvennt og að gangandi vegfarendur verði öðrum megin og hjólreiðafólk hinum megin til þess að tryggja öryggi. Leggur líka til að það verið gert átak í að minna hjólreiðafólk á að nota bjöllur.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til skipulagssviðs og inn í vinnu við endurskoðun á stefnu um stígakerfi innan sveitarfélagsins.