Krókeyrarnöf - ósk um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2019050446

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 317. fundur - 12.06.2019

Hugrún Stefánsdóttir og Evert Sveinbjörn Magnússon komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Óska eftir breytingu á deiliskipulagi á Krókeyranöfinni. Það eru fimm heimreiðar á Krókeyrarnöfinni og getan til framkvæmda við malbikun er misjöfn á milli eigenda húsa og því fjórar heimreiðar ómalbikaðar. Þau óska eftir því að heimreiðarnar verði yfirteknar af bænum eða að bærinn komi að malbikun á heimreiðunum. Óska einnig eftir upplýsingum um hver sé lagaleg staða þeirra gagnvart því að meðeigendur í heimreið tefji framkvæmdir.
Skipulagsráð hafnar umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Fyrirspurn varðandi framkvæmdir er vísað til sviðsstjóra skipulagssviðs.