Krossanesbraut - umferðarhraði

Málsnúmer 2019050445

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 317. fundur - 12.06.2019

Þorsteinn H. Jónsson kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Bendir á að það sé mikill hraði á Krossanesbraut og telur mikilvægt að það verði farið í aðgerðir til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Nefnir sem dæmi að skynsamlegt sé að setja upp hraðamælingamerki eins og er á Dalsbraut við Lundarskóla.
Skipulagsráð bendir á að verið er að vinna að gerð deiliskipulags á þessu svæði og í þeirri vinnu verður m.a. farið yfir aðgerðir til að minnka hraða á svæðinu. Þess vegna er ekki talið tímabært að setja upp hraðamælingarmerki á þessu svæði.