Fannagil 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2019050359

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 724. fundur - 24.05.2019

Erindi dagsett 14. maí 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ágústar Torfa Haukssonar og Evu Hlínar Dereksdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Fannagil. Meðfylgjandi er gátlisti, samþykki nágranna, greinargerð hönnuða og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs á fráviki frá deiliskipulagi lóðarinnar.

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs á fráviki frá deiliskipulagi lóðarinnar vegna erindis sem dagsett er 14. maí 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ágústar Torfa Haukssonar og Evu Hlínar Dereksdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Fannagil samkvæmt teikningum eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Meðfylgjandi er samþykki nágranna.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er því ekki talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 726. fundur - 06.06.2019

Erindi dagsett 14. maí 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ágústar Torfa Haukssonar og Evu Hlínar Dereksdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Fannagil. Meðfylgjandi samþykki nágranna, greinargerð hönnuða og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.