Ásatún - erindi til skipulagsráðs vegna hraðaksturs

Málsnúmer 2019050124

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lagt fram bréf húsfélags Ásatúns 12 dagsett 1. maí 2019 þar sem óskað er eftir að gripið verði til ráðstafana til að draga úr hraðakstri í götunni Ásatún.
Skipulagsráð vísar málinu til umsagnar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Á fundi skipulagsráðs 15. maí sl. var erindi húsfélags Ásatúns 12 varðandi hraðakstur í Ásatúni vísað til umsagnar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Í kjölfarið var hraði mældur í götunni og gáfu niðurstöður mælingar til kynna að gera þurfi ráðstafanir til að lækka hraða.

Á samráðsfundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs var samþykkt að vinna tillögur að hraðalækkandi aðgerðum á tveimur stöðum við götuna.
Skipulagsráð tekur undir að aðgerða sé þörf og óskar eftir að fá tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum frá umhverfis- og mannvirkjasviði.