Stefnumótun og framtíðarsýn

Málsnúmer 2019050071

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3454. fundur - 07.05.2019

Umræður um stefnumótun Akureyrarbæjar og framtíðarsýn.

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og kynnti m.a. tillögu um að unnið verði að því að samræma og uppfæra stefnur bæjarins með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fara í vinnu við að samræma og uppfæra stefnur bæjarins með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og felur bæjarstjóra ásamt forseta bæjarstjórnar að skipuleggja vinnuna.