Gólfhitasögun ehf. - athugasemdir við innkaup Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019050048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3637. fundur - 09.05.2019

Erindi dagsett 23. apríl 2019 frá Hreiðari Eiríkssyni f.h. Gólfhitasögunar ehf. þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við innkaup Akureyrarbæjar á gólffræsingum, steypusögun, múrbroti og kjarnaborun. Umbjóðandi hans hafi orðið var við að bærinn beini öllum innkaupum sínum á þessháttar þjónustu til Steypusögunar Norðurlands ehf., án útboðs og verðkönnunar. Óskað er eftir því að bæjarstjórn hlutist þegar í stað til um að framkvæmd innkaupanna verði færð til rétts horfs og samræmis við gildandi lög.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð áréttar að svið bæjarins fari eftir 24. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þegar innkaup eru undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum, viðhafi rafrænar verðkannanir og gæti að samkeppni og jafnræði.