Vinnuskóli 2019 - laun 2019

Málsnúmer 2019040464

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Lögð fram tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2019 hækki um 7,5% og verði sem hér segir:

14 ára kr. 592

15 ára kr. 676

16 ára kr. 888

17 ára fá greitt samkvæmt starfsmati fyrir starfið sumarvinna skólafólks, 82% af launaflokki 116 í kjarasamningi Einingar-Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Greitt er 10,17% orlof til viðbótar við tímakaup.