Eyrarlandsvegur 31 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2019040294

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 314. fundur - 24.04.2019

Erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar óskar eftir heimild til eftirfarandi breytinga á deiliskipulagi lóðarinnar Eyrarlandsvegi 31:

- Heimilt verði að rífa núverandi hús.

- Nýbygging taki mið af útliti núverandi húss og falli inn í götumynd Eyrarlandsvegar 27-35.

- Byggingarmagn verði allt að 250 m².

- Heimilt verði að nýtt hús verði allt að 0,5 m hærra en núverandi hús.

- Að afmarkaður verði byggingarreitur í samræmi við nýja skilmála.

- Heimilt verði að gera bílastæði á lóð með aðkomu frá Barðstúni.

Meðfylgjandi eru gögn um ástandsmat hússins auk umsagnar Minjastofnunar.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að láta vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi erindi.