Raftenging skipa við höfnina

Málsnúmer 2019040214

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 56. fundur - 17.05.2019

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 25. mars sl. 2.lið 74. fundargerðar Hverfisnefndar Oddeyrar til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Á verkefnafundi þann 2. maí 2019 með skipulagssviði var gerð eftirfarandi bókun við lið 2.2:

Í tengslum við gerð aðalskipulags Akureyrar voru skoðaðar ýmsar lagnaleiðir fyrir háspennustreng niður að höfn. Um gríðarlega kostnaðarsama framkvæmd er að ræða og komst málið ekki lengra á þeim tímapunkti. Enn er verið að skoða hvaða leiðir eru farsælastar í flutningi rafmagns frá Þingvallastræti niður að bryggju svo hægt sé að tengja skemmtiferðaskip og önnur stærri skip með góðu móti við rafmagn svo vel sé.

Umhverfis- og mannvirkjasvið vísar lið 2.2 til umhverfis- og mannvirkjaráðs til frekari umræðu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð styður hugmyndir um að komið verði upp aðstöðu til landtengingar fyrir skip við hafnir Akureyrarbæjar. Ráðið bendir á að ríkið hefur áform um að styrkja uppbyggingu innviða á þessu sviði. Ráðið óskar einnig eftir viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands og Norðurorku um mögulegar útfærslur á framkvæmdinni.