Beiðni um styrk - takmörkun skjátíma

Málsnúmer 2019040082

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 54. fundur - 11.04.2019

Erindi dagsett 2. apríl 2019 frá Margréti Eddu Yngvadóttur og Oddi Bogasyni þar sem sótt er um styrk vegna Skjátímavakans sem er tímastjórnunar- og umbunarkerfi.

Markmið Skjátímavakans er að takmarka skjátímanotkun, stuðla að jákvæðum uppeldisaðferðum og samskiptum, auka tilfinningu barna og ungmenna fyrir virði gjaldmiðla og gera þau meðvitaðri um tíma sinn og nýtingu hans.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.