Lausaganga katta og óþrifnaður eftir hunda

Málsnúmer 2019040058

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 56. fundur - 17.05.2019

Bæjarbúi mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 28. mars 2019 og óskaði eftir að reglur um lausagöngu katta í bænum yrðu hertar. Vakti hann athygli á sóðaskap frá köttunum sem gera jafnvel þarfir sínar í matjurtagörðum íbúanna. Fuglalíf í innbænum er undir miklu álagi af völdum kattanna að hans sögn. Bæjarbúi kvartaði líka undan hundaeigendum sem eru ekki nógu duglegir að hirða upp eftir hunda sína á göngu við tjörnina í innbænum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka til endurskoðunar samþykktir um hunda- og kattahald í Akureyrarbæ með það að markmiði meðal annars að setja skorður við lausagöngu katta. Jafnframt verði gerð tillaga að aðgerðaáætlun ásamt kostnaðargreiningu.