Glerárskóli við Höfðahlíð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019040051

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 718. fundur - 11.04.2019

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Fyrirhugaðar breytingar eru innan- og utanhúss og útlistaðar á fylgiskjali umsóknar og meðfylgjandi teikningum eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 723. fundur - 17.05.2019

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Fyrirhugaðar breytingar eru bæði innan- og utanhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 7. maí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Skila skal inn lagfærðri brunahönnun.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 735. fundur - 15.08.2019

Erindi dagsett 6. ágúst 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningar er varðar útitröppur og ramp norðan B-álmu í Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.