Stefna Akureyrarbæjar í forvarna- og lýðheilsumálum 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030418

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 54. fundur - 11.04.2019

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að nýrri stefnu í forvarna- og lýðheilsumálum.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 1. fundur - 10.01.2022

Karl Frímannsson sviðsstjóri ræddi vinnu við lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar, en frístundaráð hefur bókað um mikilvægi þess að vinna verði hafin við mótun lýðheilsustefnu bæjarins. Farið var yfir stöðuna og efnistök rædd.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að hefja vinnu við mörkun lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og samþykkir að settar verði kr. 2 milljónir skv. fjárhagsáætlun 2022 í verkefnið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir að á fundi ráðsins 21. febrúar 2022 verði lögð fram tillaga að verkáætlun.

Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða.