Aðstaða fyrir sjósund og sauna

Málsnúmer 2019030413

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 55. fundur - 03.05.2019

Á bæjarstjórnarfundi unga fólksins þann 26. mars sl. var lögð fram eftirfarandi bókun:

Nýlega kom fram í fjölmiðlum að Finnar væru hamingjusamasta þjóð heims annað árið í röð samkvæmt hamingjulista Sameinuðu þjóðanna. Finnar telja að sjóböð og sauna sé lykillinn að þeirra hamingju. Hvort sem það er rétt eða ekki er klárt að sjóböð og sauna er bæði heilsusamleg og góð afþreying en grunnskólabörn á Akureyri kalla eftir fjölbreyttari afþreyingu í sveitarfélaginu.

Tillaga:

Bæjarstjórn beiti sér fyrir því að hefja undirbúning að aðstöðu með sauna fyrir sjósundfólk.

Frístundaráð samþykkir að vísa tillögunni til vinnuhóps um framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja.