Bættar samgöngur og skilvirkara leiðakerfi strætisvagna

Málsnúmer 2019030403

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 55. fundur - 08.05.2019

Bæjarráð hefur á fundi sínum 4. apríl vísað 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Akureyri er heilsueflandi samfélag og finnst ungmennaráði sjálfsagt að sem auðveldast ætti að vera að komast á milli staða á hvaða tíma árs sem er. Ungmennaráð fagnar breyttum áherslum í snjómokstri þar sem lögð er áhersla á mokstur göngustíga til og frá skóla og við stofnbrautir. Það er frábært að það sé frítt í strætó og vill ungmennaráð halda því áfram hins vegar eru við með nokkrar athugasemdir varðandi leiðarkerfið. Svo virðist vera sem stoppistöðvar séu ekki alltaf virtar og vagnar sem eru á undan áætlun bíði ekki eftir farþegum. Í dag er aðeins ein leið sem gengur eftir klukkan 18 á daginn, ekki er hægt að taka strætó úr innbænum í framhaldsskólana og um helgar er aðeins ein leið sem gengur aðeins á milli kl. 12-19.

Tillögur:

Leiðakerfi strætó verði notendavænna.

Leiðum eftir klukkan 18 á daginn verði fjölgað.

Bætt verði við leið úr innbænum í framhaldsskólana.

Þjónusta um helgar verði aukin.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendingarnar. Til stendur að endurskoða leiðarkerfið og verður tekið tillit til þessara ábendinga í þeirri vinnu.