Samfellt þjónustukort fyrir allt landið

Málsnúmer 2019030402

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 275. fundur - 04.04.2019

Byggðastofnun vinnur nú að gerð gagnvirks yfirlitskorts um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélaga um að taka saman yfirlit um þá þjónustu sem er í boði í hverju sveitarfélagi. Fyrir liggur samningsform sem skilgreinir í hverju samstarfið við Byggðastofnun felst.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum Akureyrarstofu að vinna málið áfram í samvinnu við önnur svið eftir því sem við á.