Landsskipulagsstefna um loftslag, landslag og lýðheilsu

Málsnúmer 2019030286

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Lagður fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dagsettur 20. mars 2019 þar sem vakin er athygli á auglýsingu lýsingar fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Er lýsingin jafnframt lögð fram til umsagnar en frestur til að gera athugasemdir við hana rennur út 8. apríl 2019.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

Skipulagsráð - 348. fundur - 25.11.2020

Erindi dagsett 13. nóvember 2020 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að gera athugasemdir er til 8. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað.