Búsetusvið - Kappar, tómstundaúrræði fyrir börn

Málsnúmer 2019030226

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1297. fundur - 20.03.2019

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs kynnti breytingar á fyrirhuguðu sumarúrræði fyrir börn.
Eftir samtal við forstöðumann heimaþjónustu Stoðar, Hlyn Má Erlingsson, þar sem fram komu frekari upplýsingar lagði sviðsstjóri til að sumarúrræðið Kappar verði að þessu sinni skipt upp í 2 hópa af eldri og yngri börnum sem fá 4 vikur hvor hópur. Í meðfylgjandi minnisblaði talar forstöðumaður um tvo 8 vikna hópa (16 vikur samtals) en telur að tvisvar sinnum 4 vikur uppfylli þarfir þeirra sem mest þurfi á úrræðinu að halda í sumar. Ljóst er að hópurinn fer stækkandi og aldursbilið breikkar þannig að gert verður ráð fyrir áframhaldandi þjónustu og aukinni þörf í gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Það þarf að skipuleggja þá vinnu vandlega og gera ítarlega þarfagreiningu.