Hamrar, útilífsmiðstöð skáta og tjaldsvæði Akureyrar

Málsnúmer 2019030213

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3678. fundur - 08.04.2020

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá Tryggva Marinóssyni f.h. stjórnar og aðalfundar Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta, þar sem óskað er eftir að gengið verði frá samningum varðandi samstarf um uppbyggingu og eignarhald svæðisins að Hömrum, sbr. fyrirheit í fyrri samningum og samþykktum. Einnig er beint til bæjarins nokkrum tillögum sem fjalla um málefni er varða starfsemina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3723. fundur - 15.04.2021

Erindi dagsett 25. mars 2021 frá Tryggva Marinóssyni f.h. stjórnar og aðalfundar Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta, þar sem óskað er eftir að komið verði á fundi um málefni Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta að Hömrum. Aðalfundurinn telur mikilvægt í tengslum við gerð samnings um rekstur tjaldsvæðisins, sem nú er verið að ljúka við, verði einnig fjallað um framtíð útilífsmiðstöðvarinnar að Hömrum.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að ræða við bréfritara.