Nýbygging - öryggisgæsla

Málsnúmer 2019030202

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1297. fundur - 20.03.2019

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram til kynningar beiðni um breytingu á fyrirhugaðri byggingu búsetukjarna í Nonnahaga.
Laufeyju Þórðardóttur settum sviðsstjóra búsetusviðs falið að gera ítarlega þarfa- og kostnaðargreiningu á verkefninu.

Velferðarráð - 1299. fundur - 24.04.2019

Á fundi velferðarráðs 20. mars 2019 lagði Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs fram til kynningar beiðni um breytingu á fyrirhugaðri byggingu búsetukjarna í Nonnahaga. Var Laufeyju falið að gera ítarlega þarfa- og kostnaðargreiningu á verkefninu.

Karólina Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Beiðni um breytingu á fyrirhugaðri byggingu búsetukjarna samþykkt og vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Velferðarráð - 1333. fundur - 17.02.2021

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs um stöðu öryggisvistunar og húsnæðismál dagsett 12. febrúar 2021.

Arna Jakobsdóttir forstöðumaður öryggisvistunar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð leggur mikla áheyrslu á að unnið verði að samkomulagi við ríkið um nýtt húsnæði fyrir öryggisvistun sem uppfyllir allar þarfir starfseminnar og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.