Þjónustusamningar um faglegt starf við aðildarfélög ÍBA

Málsnúmer 2019030195

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 52. fundur - 20.03.2019

Lagðir fram til samþykktar þjónustusamningar við aðildarfélög ÍBA um faglegt starf.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Samningarnir voru bornir upp til atkvæða hver fyrir sig.

Frístundaráð samþykkir samning við Hestamannafélagið Létti með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Íþróttafélagið Þór með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Knattspyrnufélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Skautafélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Fimleikafélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð felur starfsmönnum að ganga frá samningunum til undirritunar og senda svo til bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð - 3635. fundur - 11.04.2019

Lagðir fram til samþykktar undirritaðir þjónustusamningar við fimm aðildarfélög ÍBA um faglegt starf árin 2019-2023. Félögin eru Fimleikafélag Akureyrar, Hestamannafélagið Léttir, Íþróttafélagið Þór, Knattspyrnufélag Akureyrar og Skautafélag Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir þjónustusamningana með 5 samhljóða atkvæðum.