Samráðsfundir frístundaráðs og ungmennaráðs

Málsnúmer 2019030191

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 52. fundur - 20.03.2019

Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skulu árlega haldnir samráðsfundir með frístundaráði.

Á fundinn mættu eftirtaldir fulltrúar ungmennaráðs:

Hulda Margrét Sverrisdóttir

Ari Orrason

Jörundur Guðni Sigurbjörnsson

Brynjólfur Skúlason

Embla Blöndal

Gunnborg Petra Jóhannsdóttir

Þura Björgvinsdóttir

Frístundaráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna á fundinn og framlagðar hugmyndir. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að fá fram sjónarmið ungmenna og hvetur ungmennaráð til að koma málefnum sem brenna á þeim inn í ráð Akureyrarbæjar.

Frístundaráð - 82. fundur - 30.09.2020

Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skulu árlega haldnir samráðsfundir með frístundaráði.

Þura Björgvinsdóttir og Ísabella Ingvarsdóttir fulltrúar ungmennaráðs fóru yfir áherslumál ungmennaráðs.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð áréttar að þau ráð bæjarins þar sem ungmennaráð á ekki þegar fulltrúa að málefnum sem eiga við ungmennaráð sé vísað þangað til umræðu og umsagnar. Skipulagssvið fær hrós frá ungmennaráði fyrir að vísa málum til þeirra.