Framkvæmd viðmiðunarstundarskrár grunnskólans

Málsnúmer 2019030180

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 6. fundur - 18.03.2019

Erindi frá Jóni Baldvin Hannessyni skólastjóra Giljaskóla barst þann 21. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir því að fræðsluráð taki afstöðu til óska íþróttafélaga og annarra aðila um undanþágu frá viðmiðunarstundaskrá fyrir grunnskólanemendur vegna íþróttaæfinga og annarrar tómstundaiðkunar.
Afstaða fræðsluráðs er skýr hvað varðar skólasókn grunnskólanemenda.

Samkvæmt lögum ber börnum á grunnskólaaldri skylda að mæta í skólann í 180 daga á ári. Í aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 er kveðið á um að skólastjóra sé heimilt að veita tímabundin leyfi frá skólavist með samþykki foreldra, viðurkenna nám sem er stundað utan grunnskóla eða meta þátttöku s.s. í íþróttastarfi eða félagslífi sem nám í valgreinum á unglingastigi. Skólastjórum er ekki heimilt að veita viðvarandi heimildir fyrir undanþágu frá skólasókn utan þess sem tiltekið er í 16. kafla aðalnámskrár.

Fræðsluráð leggur ríka áherslu á að skólastjórar fylgi ákvæðum aðalnámskrár sem eru skýr hvað þetta varðar.

Jafnframt vísar fræðsluráð ofangreindri bókun til frístundaráðs til umræðu og kynningar.

Frístundaráð - 61. fundur - 11.09.2019

Á fundi fræðsluráðs þann 18. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Jóni Baldvin Hannessyni skólastjóra Giljaskóla dagsett þann 21. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir því að fræðsluráð taki afstöðu til óska íþróttafélaga og annarra aðila um undanþágu frá viðmiðunarstundaskrá fyrir grunnskólanemendur vegna íþróttaæfinga og annarrar tómstundaiðkunar.

Fræðsluráð vísar erindinu til umræðu og kynningar.
Frístundaráð tekur undir bókun fræðsluráðs en felur deildarstjóra íþróttamála að kanna hvort íþróttafélög séu að setja á íþróttaæfingar á skólatíma nú á haustönninni.