Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024

Málsnúmer 2019030166

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Erindi móttekið 13. mars 2019 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd sveitarstjórnar Hörgársveitar, kt. 510101-3830, leggur inn tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 - 2024 til kynningar aðliggjandi sveitarfélaga á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lýtur að íbúðarsvæði, efnistökusvæði og verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Ábendingar skulu berast í síðasta lagi þann 31. mars 2019.
Að mati skipulagsráðs er breytingin í ósamræmi við stefnu gildandi svæðisskipulags um að ekki verði gert ráð fyrir nýjum þéttbýliskjörnum.