Nefndalaun - breytingar á reglum 2019

Málsnúmer 2019020403

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Rætt um hvort og þá hvernig verður greitt fyrir setu í nýju öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun fyrir setu í öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks verði eins og laun annarra nefnda og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að gera breytingar á reglunum um launakjör í samræmi við það og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um nefndalaun. Breytingarnar felast í því að greitt verði fyrir fundarsetu í öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á reglum um nefndalaun með 5 samhljóða atkvæðum. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna nefndalauna öldungaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Bæjarráð - 3663. fundur - 28.11.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á Reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Breytingin felst í því að greitt verður fyrir fundasetu í ungmennaráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum.