Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar, lagningu fráveitu, neysluvatns- og raflagna

Málsnúmer 2019020345

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Erindi dagsett 20. febrúar 2019 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, Norðurorku hf., kt. 550978-0169, og Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar, lagningu fráveitu-, neysluvatns- og raflagna í Hrísey. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir og verklýsing.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.