Glerárlaug - aðstaða og opnunartími

Málsnúmer 2019020078

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 50. fundur - 20.02.2019

Gunnar Jakobsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og óskaði eftir að viðhald yrði bætt við Glerárlaug. Hann benti á að lásar á skápum væru í lamasessi og væru búnir að vera um árabil, kranar og stútar í sturtum væru úrsérgengnir og rúður væru ónýtar. Einnig að lyfta sem hafi verið komið með fyrir hjólastólaaðgengi í heita pottinn hafi ekki passað og því farið með hana og ekkert komið í staðinn enn. Gunnar óskaði líka eftir að skoðað yrði hvort að útiklefar sem ekkert eru notaðir mættu ekki víkja fyrir gufubaði. Hann óskaði einnig eftir að fá svör um hvort sundlauginni yrði nokkuð lokað í sumar. Að lokum benti hann á að gestir árið 2017 hafi verið 88.000.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundin undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Gunnari fyrir framkomnar athugasemdir.

Frístundaráð felur forstöðumanni sundlaugarinnar að fara yfir athugasemdirnar og vinna úr þeim eins og hægt er og í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og mannvirkjasviðs. Sundlaugin verður opin í sumar.