Stytta af Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2019020048

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 271. fundur - 07.02.2019

Sem kunnugt er kom blaðamaðurinn Tinni við á Akureyri í sögunni um Dularfullu stjörnuna. Fram hefur komið sú hugmynd að reisa styttu af Tinna og félögum við Torfunefsbryggju, í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands, til minningar um þessa heimsókn.
Stjórn Akureyrarstofu er spennt fyrir því að stytta af Tinna og félögum rísi á Torfunefsbryggju og felur starfsmönnum til að byrja með að kanna hvaða formlegu leiðir þarf að fara gagnvart höfundarrétti og senda formlegt erindi til stjórnar hafnasamlagsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 282. fundur - 15.08.2019

Lagt fram minnisblað Maríu H. Tryggvadóttur verkefnastjóra ferðamála varðandi stöðu málsins.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.