Skortur á gagnrýni á listræna framleiðslu

Málsnúmer 2019020046

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 271. fundur - 07.02.2019

Lagt fram minnisblað undirritað af Hlyni Hallssyni safnstjóra Listasafnsins, Mörtu Nordal leikhússtjóra, Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk. Í minnisblaðinu er rakið hve illa hefur gengið að fá fjölmiðla sem vinna á landsvísu, að RÚV undanskildu, til að senda gagnrýnendur til Akureyrar til að sjá og gagnrýna listræn verkefni hér. Þá er lögð fram hugmynd að því hvernig úr þessu megi bæta.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir mikilvægi þess að fjölmiðlar sem starfa á landsvísu sinni faglegri gagnrýni á listrænum verkefnum með sama hætti á landsbyggðunum og á höfuðborgarsvæðinu. Er starfsmönnum falið að kanna hug fjölmiðlanefndar og menntamálaráðuneytis til þeirrar hugmyndar sem stjórnendurnir lögðu fram.

Stjórn Akureyrarstofu - 286. fundur - 10.10.2019

Lagt fram til kynningar svarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 28. ágúst 2019.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að koma svarbréfinu til stjórnar MAk.