Menningarfélag Akureyrar - beiðni um breytingar á rými í kjallara Hofs

Málsnúmer 2019020045

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 271. fundur - 07.02.2019

MAk óskar eftir því við Akureyrarbæ að rými í kjallara Hofs gegnt salernum verði útbúið þannig að hægt sé að nota það sem æfingarými fyrir starfsemi MAk.

Fyrir liggur minnisblað frá UMSA með kostnaðaráætlun.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að farið verði í þessar framkvæmdir þar sem breytingin mun stuðla að bættri nýtingu menningarhússins í þágu barna og ungmenna sem sækja leiklistarskóla LA. Húsnæðið er þegar í eigu Akureyrarbæjar og því þarf ekki að leigja annað húsnæði undir skólann og breytingin eykur möguleika Menningarfélags Akureyrar á tekjuöflun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 29. desember 2018 varðandi breytingar á rými í kjallara Hofs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.