Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Málsnúmer 2019010378

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3625. fundur - 31.01.2019

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. janúar 2019 frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún hvetur sveitarfélög til að kynna sér og taka þátt í að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru einróma af aðildarríkjum SÞ árið 2015. Með aðild sinni hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að vinna að markmiðunum fram til ársins 2030, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Samband íslenskra sveitarfélaga á fulltrúa í verkefnastjórn um innleiðingu markmiðanna.

Fyrsta kynning á sveitarfélögunum og heimsmarkmiðunum fer fram á Grand hóteli í Reykjavík 15. febrúar nk.