Niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði

Málsnúmer 2019010312

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3448. fundur - 05.02.2019

Ræddar voru niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði sem fram koma í skýrslu dagsettri 19. janúar 2019. Eru þar settar fram 40 tillögur sem, ef þær koma til framkvæmda, geta haft áhrif á m.a. skipulagsvinnu sveitarfélagsins og úthlutun lóða.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og reifaði niðurstöður átakshópsins og hvernig þær snerta hagsmuni Akureyrarbæjar og íbúa hans.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn) og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir ánægju með framkomnar niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Mikilvægt er að fulltrúar sveitarfélaganna taki beinan þátt í þeirri vinnu sem fram undan er við mótun og eftirfylgd aðgerðanna og lögð verði áhersla á að útfærsla þeirra verði einföld í framkvæmd og verði ekki of íþyngjandi fyrir sveitarfélög í landinu.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Lagðar fram til kynningar niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði sem fram koma í skýrslu dagsettri 19. janúar 2019. Eru þar settar fram 40 tillögur sem, ef koma til framkvæmda, geta haft áhrif á skipulagsvinnu sveitarfélagsins, úthlutun lóða og starfsemi skipulagssviðs.