Akureyrarflugvöllur - umsókn um framkvæmdaleyfi til landfyllingar og jarðvegsskipta vegna uppsetningar aðflugsbúnaðar

Málsnúmer 2019010298

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Efla fyrir hönd Isavia ohf., kt. 550210-0370, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu og jarðvegsskiptum vegna uppsetningar aðflugsbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Meðfylgjandi er ákvörðun Skipulagsstofnunar dagsett 3. september 2018 um matsskyldu, skýrsla um tækni- og verklýsingu og yfirlitsmyndir af vinnusvæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Eins og fram kemur í ákvörðun um matsskyldu þá koma fyrirhugaðar framkvæmdir til með að raska leirum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúvernd m.s.br. og forðast ber að raska nema brýna nauðsyn beri til. Að mati ráðsins eru fyrirhugaðar framkvæmdir nauðsynlegar til að tryggja öryggi flugvallarins en eins og fram kemur í fyrirliggjandi gögnum verða gerðar ráðstafanir til að takmarka umfang framkvæmdasvæðis og núverandi aðkomuleiðir nýttar eins og mögulegt er.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins: Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir tengihúsum og loftnetum.