Afsláttur af gatnagerðargjöldum vegna atvinnuhúsnæðis

Málsnúmer 2019010215

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Hafþór Helgason kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Er með fyrirtækið HHS verktakar sem nýlega fékk úthlutað lóð undir atvinnuhúsnæði. Spyr hvort ekki sé möguleiki að fá afslátt af gatnagerðargjöldum vegna jarðvegsdýptar, sambærilegt og hægt er að sækja um varðandi íbúðahúsnæði. Vísaði bæjarráð málinu til skipulagsráðs 24. janúar 2019.
Skipulagsráð hafnar ósk um afslátt á gatnagerðargjöldum og vísar í gjaldskrá gatnagerðargjalda í Akureyrarkaupstað og gr. 5.3 í gjaldskránni þar sem fjallað er um sérstaka lækkun vegna jarðvegsdýpis.