Ægisgata 13 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2019010143

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 707. fundur - 24.01.2019

Erindi dagsett 11. janúar 2019 þar sem Anton Steinarsson fyrir hönd Björgunarsveitar Hríseyjar, kt. 581088-2569, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð húss nr. 13 við Ægisgötu. Meðfylgjandi eru myndir.
Þar sem umbeðnir gámar falla ekki undir skilgreiningu byggingarreglugerðar um gáma sem falla undir heimild til stöðuleyfa getur byggingarfulltrúi ekki orðið við erindinu þar sem deiliskipulag heimilar ekki viðbótar byggingar á lóðinni.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu til áframhaldandi skoðunar og afgreiðslu skipulagsráðs sem deiliskipulagsmál.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Erindi dagsett 11. janúar 2019 þar sem Anton Steinarsson fyrir hönd Björgunarsveitar Hríseyjar, kt. 581088-2569, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð húss nr. 13 við Ægisgötu. Meðfylgjandi eru myndir.

Byggingarfulltrúi hafnaði erindinu en vísaði erindinu til áframhaldandi skoðunar og afgreiðslu skipulagsráðs sem deiliskipulagsmáli.
Að mati skipulagsráðs er forsenda leyfis að gerð verði breyting á deiliskipulagi.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.