Eftirfylgd með kennslustundum í list- og verkgreinum

Málsnúmer 2019010099

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 2. fundur - 21.01.2019

Úttekt frá Menntamálastofnun um fjölda kennslustunda í list- og verkgreinum í grunnskólum Akureyrar lögð fram til kynningar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og gera ráðinu grein fyrir niðurstöðum að því loknu.

Fræðsluráð - 3. fundur - 04.02.2019

Úttekt frá Menntamálastofnun dagsett 3. janúar 2019 um fjölda kennslustunda í list- og verkgreinum í grunnskólum Akureyrar lögð fram til umræðu.
Málinu frestað þar til allar upplýsingar liggja fyrir.

Fræðsluráð - 5. fundur - 04.03.2019

Fræðsluráði barst erindi frá Menntamálastofnun dagsett 3. janúar 2019 þar sem óskað var eftir greinargerð um fjölda kennslustunda í list- og verkgreinum í grunnskólum Akureyrar. Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir málinu.
Fræðsluráð undirstrikar mikilvægi list- og verkgreinakennslu í skólum bæjarins. Í auknum mæli er farið að samþætta kennslugreinar og oft á tíðum flókið að skilgreina hversu mörgum mínútum er varið í hverja kennslugrein. Vinna hefst með skólastjórnendum grunnskóla Akureyrarbæjar nú á vordögum við að haga stundatöflugerð næsta skólaárs þannig að auðveldara verði að sjá hver er hlutur list- og verkgreina og að hann verði ekki lægri en lög gera ráð fyrir.