Bæjarstjórn sé sýnileg í baráttu gegn vímuefnum

Málsnúmer 2018120150

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 47. fundur - 04.01.2019

Gunnar Jónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann vill að bæjarstjórn taki til umræðu og sé í fararbroddi gegn þeirri vá sem vímuefni eru og sé sýnilegri og komi fram opinberlega í þessari baráttu.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 20. desember 2018 og samþykkti að vísa erindinu til frístundaráðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að boða Gunnar Jónsson á næsta fund ráðsins.

Frístundaráð - 48. fundur - 23.01.2019

Gunnar Jónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 13. desember sl. Hann vill að bæjarstjórn taki til umræðu og sé í fararbroddi gegn þeirri vá sem vímuefni eru og sé sýnilegri og komi fram opinberlega í þessari baráttu.

Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 20. desember og ákvað að vísa því til frístundaráðs.

Gunnar Jónsson mætti á fund ráðsins.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Fristundaráð þakkar Gunnari fyrir komuna á fundinn.

Ráðið tekur heilshugar undir þær vangaveltur sem Gunnar kom fram með á fundinum um skort á sýnileika þeirrar forvarnarvinnu sem unnin er í sveitarfélaginu. Ráðið hvetur forvarnarteymi sveitarfélagsins að skoða vel með hvaða hætti er hægt að gera forvarnarvinnuna sýnilegri.