Ráðhústorg 1 - umsókn um byggingaleyfi fyrir skyndibitastað

Málsnúmer 2018120122

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 704. fundur - 20.12.2018

Erindi dagsett 12. desember 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Kósku ehf., kt. 480317-0250, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 1 við Ráðhústorg. Fyrirhugað er að opna skyndibitastað þar sem áður var skrifstofa. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingafulltrúi hafnar erindinu þar sem umsóknargögn eru ófullnægjandi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 705. fundur - 10.01.2019

Erindi dagsett 12. desember 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kósku ehf., kt. 480317-0250, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 1 við Ráðhústorg. Fyrirhugað er að opna skyndibitastað þar sem áður var skrifstofa. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomin ný teikning 7. janúar 2019.

Meðfylgjandi er samþykki eiganda og meðeigenda.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.