Rangárvellir - mötuneyti fært í byggingu 3

Málsnúmer 2018120106

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 703. fundur - 13.12.2018

Erindi dagsett 11. desember 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um leyfi til að rífa létta veggi í húsi nr. 3 við Rangárvelli 2. Fyrirhugað er að færa mötuneyti í húsið. Meðfylgjandi er teikning.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif veggjanna. Áður en byggingarleyfi verður gefið út skal liggja fyrir áætlun um niðurrifsúrgang skv. greinum 15.2.2. til og með 15.2.4. í byggingarreglugerð 112/2012, ásamt uppáskrift byggingarstjóra.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 737. fundur - 29.08.2019

Erindi dagsett 21. ágúst 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1-3 við Rangárvelli 2. Fyrirhugað er að færa mötuneytið milli húsanna. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur og brunahönnun Böðvars Tómassonar.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 741. fundur - 26.09.2019

Erindi dagsett 21. ágúst 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1-3 við Rangárvelli 2. Fyrirhugað er að færa mötuneytið milli húsanna. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur og brunahönnun Böðvars Tómassonar. Innkomnar nýjar teikningar 26. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 787. fundur - 22.10.2020

Erindi dagsett 9. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsi 3 við Rangárvelli 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.