Íþróttasvæði Þórs - umferðaröryggismál

Málsnúmer 2018120049

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Lagt var fram bréf frá stjórn Íþróttafélagsins Þórs dagsett 22. nóvember 2018 og bókun skipulagsráðs frá 28. nóvember 2018.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sat fundinn undir þessum lið.
Aðgerðir sem farið hefur verið í eða til stendur að fara í eru; ný gangbrautarljós yfir Hörgárbrautina við Glerárbrú, gangbrautir við Undirhlíð/Hörgárbraut endurgerðar. Lokið verður við að endurnýja gangbrautarljós við Stórholt árið 2019. Fyrirhugaðar aðgerðir eru endurgerð hraðahindrunar við Melgerðisás með lýsingu, stefnt á að gera stíg úr Skarðshlíð að Boganum, bílaumferð um stíg ofan Þórssvæðis verður takmörkuð með hliðum, jafnframt er í skoðun að bæta merkingar og lýsingu gönguþverana í hverfinu, sem og í öllum bænum. Á fundi umhverfis- og mannvirkjasviðs með skipulagssviði var bókað að rýna ætti allt hverfið í heild sinni með umferðaröryggi í huga og verður óskað eftir fjármagni í það verk.